Innlent

Bein út­sending: Ó­jöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu er efni fundarins.
Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu er efni fundarins. Vísir/Vilhelm

Opið málþing um félagslegt landslag fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Yfirskrift málþingsins er Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? Málþingið hefst klukkan 9.00 og verður einnig hægt að fylgjast með málþinginu í streymi hér að neðan.

Á fundinum mun Kolbeinn H. Stefánsson fara yfir tímamótarannsókn um félagslegt landslag sem unnin var í samstarfi við Reykjavíkurborg. Sérfræðingar ásamt fulltrúum sveitafélaga munu ræða niðurstöður rannsóknarinnar, tækifæri og áskoranir á Stór-Reykjavíkursvæðinu í pallborði í lok málþings.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Harpa Þorsteinsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

9:00–9:15 Ávarp borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson

9:15–9:45 Félagslegt landslag í Reykjavík - niðurstöður rannsóknar

Kolbeinn H. Stefánsson, dósent á Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands

9:45–9:55 Lagskipting og búseta

Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor á Félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri

9:55–10:05 Ójöfnuður í heilsu í Reykjavík

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:05–10:15 Líðan Íslendinga eftir aldri, kyni og fjárhagsstöðu

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis

10:15 Pallborð og samantekt

Dagur B.Eggertsson - borgarstjóri

Kolbeinn H. Stefánsson - dósent á Félagsvísindasviði HÍ

Sigþrúður Erla Arnardóttir - framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar Reykjavíkur

Óskar Dýrmundur Ólafsson - framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkur

Gunnar Axel Axelsson - bæjarstjóri Vogum

Fjóla Steindóra Kristinsdóttir - bæjarstjóri Árborg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×