Lífið

Mary Poppins leik­konan Glynis Johns látin

Lovísa Arnardóttir skrifar
Glynis Johns var 100 ára þegar hún dó.
Glynis Johns var 100 ára þegar hún dó. Vísir/Getty

Leikkonan Glynis Johns er látinn hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins. Myndin er frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði.

Johns fæddist í Suður Afríku og lést í dag heima hjá sér á dvalarheimilinu sínu af náttúrulegum orsökum.

„í dag er sorgardagur í Hollywood. Hún er sú síðasta af gömlu Hollywood,“ sagði Mitch Clem umboðsmaður hennar þegar hann tilkynnti um andlát hennar.

Johns var fyrst til að syngja þekkt lag Stephen Sondheim, Send in the Clowns en hann samdi lagið svo það hentaði rödd hennar.

Glynis í hlutverki sínu sem frú Banks í Mary Poppins.

Johns tók að sér mörg ólík hlutverk á ferli sínum og segir í samantekt um hana á vef Sky News að hún hafi verið fullkomnunarsinni. Sem dæmi um önnur hlutverk sem hún tók að sér eru Desiree Armfeldt í A Little Night Music en fyrir það fékk hún Tony verðlaun árið 1973.

„Það er besta gjöf sem ég hef fengið í leikhúsinu,“ sagði Johns um það að Sondheim hafi samið lagið Send in the Clowns þannig það hentaði rödd hennar vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×