Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 10:01 Julian Sands og Charlotte Hope eru í aðalhlutverkum í hryllingsmyndinni The Piper. Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media. Bíó og sjónvarp Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira