Veður

Bætir í úr­komu norðan- og austan­lands eftir há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá og með sunnudegi og fram eftir næstu viku er útlit fyrir hlýjar suðlægar áttir.
Frá og með sunnudegi og fram eftir næstu viku er útlit fyrir hlýjar suðlægar áttir. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir hæga austlæga átt í dag með lítilsháttar éljum norðan- og austanlands. Það mun svo bæta í úrkomu þar eftir hádegi, en annars léttskýjað.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að frost á landinu verði yfirleitt á bilinu núll til fimm stig.

„Fremur vestlæg átt á morgun, föstudag og dálítil él í flestum landshlutum, en styttir upp víðast hvar um kvöldið.

Frá og með sunnudegi og fram eftir næstu viku er útlit fyrir hlýjar suðlægar áttir en frekar vætusömum um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt fyrr norðan og austan.

Ætti þá að stórsjá á svellbúnkum sem skríða undan snjónum.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s, en hægari austantil. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, en víða þurrt um kvöldið. Frostlaust við suður- og vesturströndina, en annars yfirleitt 0 til 7 stiga frost.

Á laugardag: Yfirleitt hæg suðlæg átt og bjartviðri, en suðaustankaldi, skýjað og þurrt að mestu vestantil. Frost víða 0 til 10 stig, en frostlaust vestast.

Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast vestantil. Skýjað og rigning sunnan- og vestantil, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig, svlast norðaustan- og austanlands.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Sunnan- og suðaustanáttir, rigning eða súld með köflum og fremur hlýtt, en lengst af þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×