Innlent

Boðar til blaða­manna­fundar vegna „stórra á­kvarðana“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Arnar Þór Jónsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Arnar Þór Jónsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/ÞÞ

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Tilefnið er „stórar ákvarðanir“ sem hann kveðst hafa tekið um mikilvæg mál.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arnari Þór til fjölmiðla. 

Fundurinn er boðaður að heimili hans í Garðabæ klukkan hálf tólf á morgun „í tilefni af stórum ákvörðunum sem ég hef tekið og varða mikilvæg mál,“ eins og hann orðar það.

Arnar ráðgerir að tala í um 20 mínútur á fundinum, áður en hann gefur fjölmiðlum færi á að spyrja hann spurninga um það sem fram kemur á fundinum.

Ekki hefur náðst í Arnar Þór við vinnslu fréttarinnar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×