„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 23:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. „Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
„Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58