„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 23:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. „Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58