Innlent

Ferjuðu ferða­menn í bæinn eftir vand­ræði í Hval­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið barst skömmu fyrir miðnætti.
Útkallið barst skömmu fyrir miðnætti. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út eftir að tvær rútur með ferðamenn innanborðs lentu í vandræðum í mikilli hálku í Hvalfirði seint í gærkvöldi.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að útkallið hafi komið rétt fyrir miðnætti en um hafi verið ræða 54 manna rútu annars vegar og 34 manna hins vegar.

„Þær gátu ekki haldið áfram og var sendur talsverður fjöldi bíla úr bænum sem ferjaði fólkið í Mosfellsbæ þar sem farþegar voru svo fluttir áfram. Þessu verkefni var lokið á öðrum tímanum í nótt. Þetta gerðist þar sem Eyrarfjallsvegur kemur niður á Hvalfjarðarveg.“

Jón Þór segir að ekki hafi þurft að kalla út björgunarsveitir á Austurlandi í gærkvöldi eða nótt en óvissustig er þar í gildi vegna ofanflóðahættu og hættustig á Seyðisfirði.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×