Rýma tvo reiti á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. janúar 2024 16:04 Þessi mynd af Seyðisfirði tengist fréttinni ekki beint. vísir Tveir reitir hafa verið rýmdir á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er í gildi á Austfjörðum. „Þetta eru í raun tvö hús undir Strandartindi, þar þarf ekkert mikinn snjó. Við búumst ekki við snjóflóðahættu annars staðar, eins og á Neskaupsstað, í bili,“ Óliver Hilmarsson ofanflóðasérfræðingur í samtali við Vísi og bætir við að um iðnaðarúsnæði sé að ræða. Þrír voru á svæðinu þegar óvissustigi var lýst yfir. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að talsvert hafi snjóað í fjöll í hvassri austanátt á Austfjörðum en rignt á láglendi. „Vitað er um nokkur smærri flóð í Norðfirði og eitt úr Skágili ofan við Neskaupstað sem stöðvaðist nokkuð ofan við skógrækt. Líklega hafa þó fleiri flóð fallið í nótt og í morgun á Austfjörðum.“ Því sé búið að lýsa yfir hættustigi og rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði. „Veðurspá sýnir áframhaldandi austanátt með snjókomu til fjalla en rigningu á láglendi og neðri hluta hlíða. Því má búast við votum snjóflóðum og mögulega krapaflóð á láglendi þegar líður á kvöldið.“ Ekki er búist við hraðfara þurrum flóðum í þessu veðri með langt úthlaup eins og í snjóflóðahrinunni í mars á síðasta ári. Á þriðjudag dregur úr úrkomu með stöku éljum til fjalla og skúrum á láglendi og ætti þá að draga úr snjóflóðahættu en mögulega getur verið krapaflóðahætta áfram. Múlaþing Almannavarnir Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Sjá meira
„Þetta eru í raun tvö hús undir Strandartindi, þar þarf ekkert mikinn snjó. Við búumst ekki við snjóflóðahættu annars staðar, eins og á Neskaupsstað, í bili,“ Óliver Hilmarsson ofanflóðasérfræðingur í samtali við Vísi og bætir við að um iðnaðarúsnæði sé að ræða. Þrír voru á svæðinu þegar óvissustigi var lýst yfir. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að talsvert hafi snjóað í fjöll í hvassri austanátt á Austfjörðum en rignt á láglendi. „Vitað er um nokkur smærri flóð í Norðfirði og eitt úr Skágili ofan við Neskaupstað sem stöðvaðist nokkuð ofan við skógrækt. Líklega hafa þó fleiri flóð fallið í nótt og í morgun á Austfjörðum.“ Því sé búið að lýsa yfir hættustigi og rýma reiti 4 og 6 á Seyðisfirði. „Veðurspá sýnir áframhaldandi austanátt með snjókomu til fjalla en rigningu á láglendi og neðri hluta hlíða. Því má búast við votum snjóflóðum og mögulega krapaflóð á láglendi þegar líður á kvöldið.“ Ekki er búist við hraðfara þurrum flóðum í þessu veðri með langt úthlaup eins og í snjóflóðahrinunni í mars á síðasta ári. Á þriðjudag dregur úr úrkomu með stöku éljum til fjalla og skúrum á láglendi og ætti þá að draga úr snjóflóðahættu en mögulega getur verið krapaflóðahætta áfram.
Múlaþing Almannavarnir Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Sjá meira