„Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:00 Guðlaugur Þór segir tillögurnar í góðum takti við ákall Cop28. Vísir/Einar Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. Niðurstöður starfshóps, sem skipaður var í júlí 2022, um vindorkumál voru kynntar síðdegis. Starfshópinn skipa Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi Alþingismaður. Meðal tillagna hópsins er að sett verði opinber stefna um hagnýtingu vindorku, vindorka verði áfram innna rammaáætlunar og að svæði innan miðhálendislínu verði vernduð fyrir uppbyggingu vindorku auk annarra viðkvæmra svæða. Þá muni vindorka byggjast frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð af manna völdum, nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald hvort vindorka byggist þar upp og tryggður verði ávinningur fyrir nærsamfélög. Mikilvægt að hlífa náttúruperlum Fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi í starfshópnum segir hópinn hafa verið einhuga um að gera kerfið í kring um vindorku skilvirkara. „Á sama tíma og við sláum alls ekki af kröfu um náttúruvernd,“ segir Björt. „Ef vindorka á að byggjast upp á Íslandi þá verðum við að taka hana aðeins nær okkur. Þá verðum við að vera sú kynslóð sem horfir á það græna rafmagn sem við erum stolt af, við hlífum hálendinu, náttúruperlunum okkar fyrir næstu kynslóðir.“ Björt segir mjög mikilvægt að nærsamfélög hagnist af uppbyggingu vindmylla.Vísir/Einar Tillögurnar munu svo fara fyrir þingið og leggur hópurinn til að þær verði sett sem stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku. Björt segir miklu máli skipta að færa ferlið nær hérði og eru nú hópur á vegum fjármálaráðuneytisins að vinna að tillögum umþað hvernig tryggja megi nærsamfélögum ágóða af hagnýtingu vindorku. „Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnir, nærsamfélag hafi meira að segja en hefur verið, og að þau fái fyrr í ferlinu ekki bara fregnir af því heldur séu spurð hvort það henti sveitarfélaginu að færa slíka starfsemi inn á sitt skipulag,“ segir Björt. Í takt við skilaboð COP28 Ráðherra segir tillögurnar í samræmi við ákall heimsins um græna orku. „Nú var verið að ljúka COP28 og þar birtast þessi sömu skilaboð, þetta eru sömu skilaboð út um allan heim. Við finnum það Íslendingar að okkur liggur á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í gegn um tíðina hafa landverndarsinnar lýst yfir áhyggjum af sjónrænum áhrifum vindmylla og nefnir Guðlaugur að víða séu lýti í landslagi, til dæmis háspennulínur, þar sem bæta megi við myllum. „Verður Grundartangi eitthvað fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar? Ég held að enginn segi, ef það verður gert sem ég veit ekkert um, að þeir hætti að keyra Hvalfjörð vegna þess.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Niðurstöður starfshóps, sem skipaður var í júlí 2022, um vindorkumál voru kynntar síðdegis. Starfshópinn skipa Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi Alþingismaður. Meðal tillagna hópsins er að sett verði opinber stefna um hagnýtingu vindorku, vindorka verði áfram innna rammaáætlunar og að svæði innan miðhálendislínu verði vernduð fyrir uppbyggingu vindorku auk annarra viðkvæmra svæða. Þá muni vindorka byggjast frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð af manna völdum, nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald hvort vindorka byggist þar upp og tryggður verði ávinningur fyrir nærsamfélög. Mikilvægt að hlífa náttúruperlum Fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi í starfshópnum segir hópinn hafa verið einhuga um að gera kerfið í kring um vindorku skilvirkara. „Á sama tíma og við sláum alls ekki af kröfu um náttúruvernd,“ segir Björt. „Ef vindorka á að byggjast upp á Íslandi þá verðum við að taka hana aðeins nær okkur. Þá verðum við að vera sú kynslóð sem horfir á það græna rafmagn sem við erum stolt af, við hlífum hálendinu, náttúruperlunum okkar fyrir næstu kynslóðir.“ Björt segir mjög mikilvægt að nærsamfélög hagnist af uppbyggingu vindmylla.Vísir/Einar Tillögurnar munu svo fara fyrir þingið og leggur hópurinn til að þær verði sett sem stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku. Björt segir miklu máli skipta að færa ferlið nær hérði og eru nú hópur á vegum fjármálaráðuneytisins að vinna að tillögum umþað hvernig tryggja megi nærsamfélögum ágóða af hagnýtingu vindorku. „Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnir, nærsamfélag hafi meira að segja en hefur verið, og að þau fái fyrr í ferlinu ekki bara fregnir af því heldur séu spurð hvort það henti sveitarfélaginu að færa slíka starfsemi inn á sitt skipulag,“ segir Björt. Í takt við skilaboð COP28 Ráðherra segir tillögurnar í samræmi við ákall heimsins um græna orku. „Nú var verið að ljúka COP28 og þar birtast þessi sömu skilaboð, þetta eru sömu skilaboð út um allan heim. Við finnum það Íslendingar að okkur liggur á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í gegn um tíðina hafa landverndarsinnar lýst yfir áhyggjum af sjónrænum áhrifum vindmylla og nefnir Guðlaugur að víða séu lýti í landslagi, til dæmis háspennulínur, þar sem bæta megi við myllum. „Verður Grundartangi eitthvað fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar? Ég held að enginn segi, ef það verður gert sem ég veit ekkert um, að þeir hætti að keyra Hvalfjörð vegna þess.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira