Einstæð móðir rukkuð um tvöfalda leigu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2023 16:11 Kolbrún Jónsdóttir ásamt börnunum sínum. Andy Commins Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði. „Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
„Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira