Segir lögreglustjórann á Vestfjörðum vanhæfan í málinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 12:13 Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Landssamband veiðifélaga Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. Í síðustu viku greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að rannsókn væri hætt á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Actic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreksfirði í í ágúst síðastliðnum. Tvö göt fundust á einni kví eldisfélagsins og um þrjú þúsund og fimm hundruð frjóir norskir eldislaxar sluppu. Í kjölfarið fundust fiskarnir í laxveiðiám víða um land og vakti málið hörð viðbrögð. Matvælastofnun kærði málið til lögreglu í september. Ákvörðunin mikil vonbrigði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, segir ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn vera gríðarleg vonbrigði. „Það er alveg ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört. Af ákvörðuninni að dæma er erfitt að sjá hvort er meira ráðandi að lögreglustjórinn sé almennt vanhæfur til að fjalla um svona mál vegna skorts á þekkingu á lögum og lögskýringum eða hvort hann sé sérstaklega vanhæfur í þessu máli vegna aðstæðna og hvort tveggja virðist eiga við þegar maður les ákvörðunina,“ segir Gunnar. Vankunnátta og misskilningur Að sögn Gunnars er stærsti þátturinn vankunnátta og misskilningur á túlkun refsiheimildar 22. gr. laga um fiskeldi. „Þar sem meginreglu um saknæmi er ruglað saman og síðan muninum á almennum refsimörkum og sérrefsimörkum. Það er auðvitað mjög alvarlegt ef rannsakandi býr ekki yfir slíkri þekkingu á lögum og lögskýringu.“ Gunnar segir ljóst að lög hafi verið brotin. „Brotið hefur verið gegn lögum um fiskeldi og ef ekki verður refsað fyrir þetta stærsta umhverfisslys sem orðið hefur hér á landi þá er alveg ljóst að lögin ná ekki markmiði sínu,“ segir hann. Ætla kæra innan mánaðar Landssamband veiðifélaga muni kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum. „Við munum hafa það í okkar kröfu að annar rannsakandi verði skipaður í málinu vegna þess að við teljum einfaldlega að lögreglustjórinn á Vestfjörðum sé einfaldlega ekki hæfur.“ Gunnar segir ákvörðunina ekki hafa komið neitt sérstaklega að óvart vegna stöðunnar sem uppi er á Vestfjörðum. „Síðan hefur það sýnt sig líka erlendis að samfélög sem lenda undir hælnum á svona stórum fyrirtækjum verða ð nokkru leyti lömuð þar sem embættismenn og íbúar samfélaganna þora ekki að stíga upp á móti fyrirtækjunum og stjórn þeirra. Í þessu tilfelli hafa stjórnendur líka mjög mikið pólitískt afl á bakvið sig og slíkt getur náttúrulega valdið vanhæfi,“ segir Gunnar jafnframt. Vesturbyggð Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Lögreglan Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. 21. desember 2023 17:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
Í síðustu viku greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að rannsókn væri hætt á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Actic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreksfirði í í ágúst síðastliðnum. Tvö göt fundust á einni kví eldisfélagsins og um þrjú þúsund og fimm hundruð frjóir norskir eldislaxar sluppu. Í kjölfarið fundust fiskarnir í laxveiðiám víða um land og vakti málið hörð viðbrögð. Matvælastofnun kærði málið til lögreglu í september. Ákvörðunin mikil vonbrigði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, segir ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn vera gríðarleg vonbrigði. „Það er alveg ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört. Af ákvörðuninni að dæma er erfitt að sjá hvort er meira ráðandi að lögreglustjórinn sé almennt vanhæfur til að fjalla um svona mál vegna skorts á þekkingu á lögum og lögskýringum eða hvort hann sé sérstaklega vanhæfur í þessu máli vegna aðstæðna og hvort tveggja virðist eiga við þegar maður les ákvörðunina,“ segir Gunnar. Vankunnátta og misskilningur Að sögn Gunnars er stærsti þátturinn vankunnátta og misskilningur á túlkun refsiheimildar 22. gr. laga um fiskeldi. „Þar sem meginreglu um saknæmi er ruglað saman og síðan muninum á almennum refsimörkum og sérrefsimörkum. Það er auðvitað mjög alvarlegt ef rannsakandi býr ekki yfir slíkri þekkingu á lögum og lögskýringu.“ Gunnar segir ljóst að lög hafi verið brotin. „Brotið hefur verið gegn lögum um fiskeldi og ef ekki verður refsað fyrir þetta stærsta umhverfisslys sem orðið hefur hér á landi þá er alveg ljóst að lögin ná ekki markmiði sínu,“ segir hann. Ætla kæra innan mánaðar Landssamband veiðifélaga muni kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum. „Við munum hafa það í okkar kröfu að annar rannsakandi verði skipaður í málinu vegna þess að við teljum einfaldlega að lögreglustjórinn á Vestfjörðum sé einfaldlega ekki hæfur.“ Gunnar segir ákvörðunina ekki hafa komið neitt sérstaklega að óvart vegna stöðunnar sem uppi er á Vestfjörðum. „Síðan hefur það sýnt sig líka erlendis að samfélög sem lenda undir hælnum á svona stórum fyrirtækjum verða ð nokkru leyti lömuð þar sem embættismenn og íbúar samfélaganna þora ekki að stíga upp á móti fyrirtækjunum og stjórn þeirra. Í þessu tilfelli hafa stjórnendur líka mjög mikið pólitískt afl á bakvið sig og slíkt getur náttúrulega valdið vanhæfi,“ segir Gunnar jafnframt.
Vesturbyggð Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Lögreglan Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. 21. desember 2023 17:05 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. 7. október 2023 20:21
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Hvergi gerst að eldislaxar útrými villtum laxastofnum Lektor í fiskeldi við háskólann á Hólum segir umræðu og fullyrðingar um sjókvíaeldi einkennast af rangfærslum og upphrópunum. Hvergi hafi það gerst að eldislaxar útrými villtum laxi. 8. október 2023 12:47
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45
Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. 21. desember 2023 17:05