Veður

Ára­móta­veðrið lítur þokka­lega út

Eiður Þór Árnason skrifar
Víða verður kaldara en á höfuðborgarsvæðinu.
Víða verður kaldara en á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm

Spáð er austanátt með fimm til þrettán metrum á sekúndu en hvassast með suðurströndinni. Skammt vestur og suðvestur af landinu er lægðakerfi sem viðheldur austlægum áttum á landinu í dag og á morgun.

Dálítil snjókoma öðru hvoru víða um land, en úrkomulítið fyrir norðan.

Kalt er á landinu, frost yfirleitt á bilinu tvö til þrettán stig. Yfirleitt austan strekkingur en allhvöss norðaustanátt suðaustanlands á morgun. Norðaustan fimm til fimmtán metrar á sekúndu, hvassast suðaustanlands. Á morgun birtir heldur til sunnan- og vestantil en útlit fyrir stöku él á Norðaustur- og Austurlandi.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands lítur áramótaveðrið þokkalega vel út um mest allt land en austanlands bæti jafnt og þétt í vind og ofankomu er kemur framá nýtt ár.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en 8-13 suðaustantil. Skýjað með köflum og dálítil él á stöku stað, en bætir í vind og fer að snjóa fyrir austan um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag: Gengur í norðaustan 10-18 m/s, hvassast syðst. Rigning eða slydda með suður- og austurströndinni, lítilsháttar snjókoma norðan heiða, en úrkomulítið vestanlands. Hiti um og yfir frostmarki, en vægt frost inn til landsins.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast syðst. Rigning með köflum suðaustan- og austanlands, stöku él norðantil, en lengst af þurrt á Vesturlandi. Hiti í kringum frostmark.

Á miðvikudag: Norðaustlæg átt og dálítil él, en lítilsháttar slydda eða rigning með suðurströndinni. Kólnar smám saman.

Á fimmtudag: Fremur hæg norðaustlæg átt, skýjað með köflum og dálítil él úti við norður- og austurströndina. Talsvert frost.

Á föstudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt og þurrt að kalla, en suðvestlæg átt með slyddu eða rigningu seinnipartinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×