Innlent

Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprungurnar eru vel sýnilegar.
Sprungurnar eru vel sýnilegar. Vegagerðin

Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að landrissins í Svartsengi gæti á Grindavíkurvegi.

Þar hafi sprungur myndast og breikkað nokkuð frá því í gær. Sprungur hafi myndast nær Grindavík en áður. Þá sé auk þess farnar að myndast sprungur á þeim stað sem búið var að gera við og nærri þeim stað þar sem landrisið á sér nú stað.

Haft er eftir eftirlitsmanni Vegagerðarinnar að talsverður munur sé á veginum í dag miðað við í gær, miðvikudag. Vegagerðin telur ekki þörf á að loka veginum. Hún tekur fram að grannt sé fylgst með þróun mála í góðri samvinnu við lögreglu og almannavarnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×