Innlent

Vilja út­víkka veikindaréttinn til veikinda ná­kominna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm

Útvíkkun veikindaréttarins, þannig að hann nái einnig til þess þegar fólk þarf að sinna veikum fjölskyldumeðlimum, verður líklega meðal baráttumála í komandi kjaraviðræðum.

Þetta segja forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar í samtali við Morgunblaðið.

Blaðið hefur eftir Þórarni Eyfjörð, formanni Sameykis, að áhersla á aukinn veikindarétt vegna veikinda nákominna hafi aukist á félagsfundum Sameykis á síðustu árum og undir þetta tekur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

„Við verðum vör við þetta og það er að verða rík­ari krafa í kjara­samn­ing­um að út­víkka veik­inda­rétt­inn þannig að hann nái til nán­ustu aðstand­enda. Þetta er í kröfu­gerð okk­ar fyr­ir kom­andi kjara­samn­inga,“ segir Ragnar.

Viðmælendur Morgunblaðsins segja það hafa færst í vöxt að fólk þurfi að vera frá vegna veikinda nánustu ættingja og að þetta megi meðal annars rekja til skorts á úrræðum í þjónustu við aldraða og stöðunnar á hjúkrunarheimilum.

„Við höf­um séð dæmi um hjón sem eru kom­in í mikið umönn­un­ar­hlut­verk gagn­vart for­eldr­um beggja og ann­ast þá allt upp í fjóra aldraða ást­vini, sem eru á biðlist­um og fá ekki þá þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda. Þetta teng­ist beint umræðunni í sam­fé­lag­inu um slaka stöðu hjúkr­un­ar­heim­ila og kem­ur fram á öll­um fund­um hjá okk­ur. Þetta er nokkuð sem við sem sam­fé­lag þurf­um að skoða heilt yfir og á breiðum grunni,“ segir Þórarinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×