Innlent

Landsbjörg varar við netsvikurum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Færslur svikahrappanna eru sagðar líta svona út. 
Færslur svikahrappanna eru sagðar líta svona út.  Vísir/Vilhelm

Slysavarnafélagið Landsbjörg varar nú við óprúttnum aðilum sem auglýsa nú leik undir fölsku flaggi félagsins. 

Í Facebok færslu frá Landsbjörgu stendur að óprúttnir aðilar reyni nú að fá notendur til þess að ýta á hlekk sem er algjörlega óviðkomandi félaginu. 

Í færslu frá svikasíðunni stendur að lesandi hafi unnið einhvers konar leik og hann þurfi að staðfesta nafn sitt. Síðan þurfi hann að senda skilaboð á síðuna. 

Biðlað er til fólks að ýta ekki á hlekkinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×