Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á svipuðum hraða og fyrir eldgosið 18. desember. Líkur á eldgosi aukast með degi hverjum. Íbúar í Grindavík eru margir ósáttir við lítinn viðbúnað og telja að meira væri hægt að gera til að skrásetja innkomur í bæinn eftir að fregnir bárust af þjófnaði.

Við förum yfir stöðuna á Reykjanesskaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Fjallað verður áfram um ástandið á Gasa sem enn versnar og hópur Palestínumanna tekinn tali sem reisti tjöld fyrir utan Alþingi í dag. Um táknrænan gjörning er að ræða fyrir fjölskyldur þeirra á Gasa, sem einnig hafast við í tjöldum á götum Gasa við hræðilegar aðstæður. 

Þá verður farið yfir snjómokstur í og við höfuðborgina og yfirmaður hjá Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar tekinn tali í beinni útsendingu. Verkefnin hafa verið viðamikil síðasta sólarhringinn. 

Þá skellti Elísabet Inga fréttamaður sér í Kringluna í dag, en þar voru flestar verslanir opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Hún hitt fólk sem var að skila gjöfum sem höfðu ekki alveg fallið í kramið og komst einnig að því hvað sló í gegn fyrir þessi jól. Áhugaverður og fjölbreyttur fréttapakki framundan á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×