Svanhildur drífandi dugnaðarforkur og skarpur greinandi Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 14:18 Umsögn hæfisnefndarinnar sem Bjarni skipaði er afar jákvæð: „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ vísir/vilhelm Vísi hefur borist svar við fyrirspurnum frá utanríkisráðuneytinu sem snúa að skipan Svanhildar Hólm í stöðu sendiherra í Washington. Til stendur að Svanhildur taki við að Bergdísi Ellertsdóttur núverandi sendiherra í Washington. Bergdís flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðuneytið svarar þeirri spurningu um hvort hún hafi óskað eftir því að láta af embætti því svo til að almennt gegni sendiherrar og forstöðumenn sendiskrifstofa stöðum erlendis í 3-5 ár í senn og flytjast þá til, „ýmist í nýja stöðu erlendis eða til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Bergdís hefur á næsta ári stýrt þremur sendiskrifstofum erlendis, í samtals 10 ár og flyst því eins og áður segir til starfa í ráðuneytinu.“ Hæfnisnefndin skipuð reyndum starfsmönnum Spurningar og svör voru skrifleg og spurningunni um hvort Bergdís hafi lýst yfir áhuga sínum að gegna embættinu áfram er svarað með vísan til svars við fyrri spurningu. Þá segir: „í byrjun september sl. var tilkynnt innan utanríkisráðuneytisins um stöður erlendis sem ætlunin var að flytja í ágúst 2024. Staða sendiherra í Washington var ein af þeim. Hæfisnefndin, sem Bjarni skipaði til að kanna hæfi Svanhildar, sátu formaðurinn Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, sendiherra og fv. ráðuneytisstjóri. Aðrir nefndarmenn voru Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri. Öll eru þau reyndir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og hafa starfað hvert um sig á fjölmörgum sendiskrifstofum um meira en tveggja áratuga skeið, segir í svari. „Við mat vegna skipunar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um utanríkisþjónustu er hlutverk hæfnisnefndar eingöngu að meta tilnefnt sendiherraefni og veita ráðgjöf um almennt hæfi og hæfni þess. Enginn annar var tilnefndur,“ segir í svari við spurningunni um hvort enginn annar hafi komið til álita en Svanhildur. Niðurstöður hæfisnefndarinnar má svo lesa í meðfylgjandi skjali en þar segir meðal annars, eftir að hlaupið hefur verið yfir feril hennar, að hún hafi getið sér gott orð sem „stjórnandi og leiðtogi í störfum sínum hjá viðskiptaráði þar sem hún hefur stýrt sjö til tíu manna starfsliði og borið beina ábyrgð á mannahaldi, rekstri, fjármálum, stefnumótun og áætlanagerð gagnvart stjórn.“ Skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi Menn hafa viljað gagnrýna þessa tilnefningu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Svanhildi sem sendiherra en þeir hinir sömu hafa þá ekki lesið umsögnina sem er afar lofsamleg. Þá hefur Svanhildur „enn fremur getið sér gott orð sem leiðtogi, greinandi og hugmyndasmiður í störfum sínum sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur gerði sjálf grein fyrir því í viðtali að í þessum hlutverkum hafi bein stjórnun og mannaforráð eðli máls verið takmörkuð en á móti kom að hún hafi öðlast víðfeðma þekkingu á æðstu stjórnsýslu ríksins, gangverki stjórnmala og pólitískri stefnumörkun.“ Þá er vikið að góðu orði sem Svanhildur nýtur, þar eru umsagnir lofsamlegar. „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ Einungis voru nefnd tvö atriði sem töldust líklega ekki styrkleikar hjá Svanhildi „og er annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu en án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“ Tengd skjöl Greinargerð_og_umsögn_-_17-12-2023PDF6.6MBSækja skjal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Til stendur að Svanhildur taki við að Bergdísi Ellertsdóttur núverandi sendiherra í Washington. Bergdís flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðuneytið svarar þeirri spurningu um hvort hún hafi óskað eftir því að láta af embætti því svo til að almennt gegni sendiherrar og forstöðumenn sendiskrifstofa stöðum erlendis í 3-5 ár í senn og flytjast þá til, „ýmist í nýja stöðu erlendis eða til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Bergdís hefur á næsta ári stýrt þremur sendiskrifstofum erlendis, í samtals 10 ár og flyst því eins og áður segir til starfa í ráðuneytinu.“ Hæfnisnefndin skipuð reyndum starfsmönnum Spurningar og svör voru skrifleg og spurningunni um hvort Bergdís hafi lýst yfir áhuga sínum að gegna embættinu áfram er svarað með vísan til svars við fyrri spurningu. Þá segir: „í byrjun september sl. var tilkynnt innan utanríkisráðuneytisins um stöður erlendis sem ætlunin var að flytja í ágúst 2024. Staða sendiherra í Washington var ein af þeim. Hæfisnefndin, sem Bjarni skipaði til að kanna hæfi Svanhildar, sátu formaðurinn Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, sendiherra og fv. ráðuneytisstjóri. Aðrir nefndarmenn voru Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri. Öll eru þau reyndir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og hafa starfað hvert um sig á fjölmörgum sendiskrifstofum um meira en tveggja áratuga skeið, segir í svari. „Við mat vegna skipunar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um utanríkisþjónustu er hlutverk hæfnisnefndar eingöngu að meta tilnefnt sendiherraefni og veita ráðgjöf um almennt hæfi og hæfni þess. Enginn annar var tilnefndur,“ segir í svari við spurningunni um hvort enginn annar hafi komið til álita en Svanhildur. Niðurstöður hæfisnefndarinnar má svo lesa í meðfylgjandi skjali en þar segir meðal annars, eftir að hlaupið hefur verið yfir feril hennar, að hún hafi getið sér gott orð sem „stjórnandi og leiðtogi í störfum sínum hjá viðskiptaráði þar sem hún hefur stýrt sjö til tíu manna starfsliði og borið beina ábyrgð á mannahaldi, rekstri, fjármálum, stefnumótun og áætlanagerð gagnvart stjórn.“ Skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi Menn hafa viljað gagnrýna þessa tilnefningu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Svanhildi sem sendiherra en þeir hinir sömu hafa þá ekki lesið umsögnina sem er afar lofsamleg. Þá hefur Svanhildur „enn fremur getið sér gott orð sem leiðtogi, greinandi og hugmyndasmiður í störfum sínum sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur gerði sjálf grein fyrir því í viðtali að í þessum hlutverkum hafi bein stjórnun og mannaforráð eðli máls verið takmörkuð en á móti kom að hún hafi öðlast víðfeðma þekkingu á æðstu stjórnsýslu ríksins, gangverki stjórnmala og pólitískri stefnumörkun.“ Þá er vikið að góðu orði sem Svanhildur nýtur, þar eru umsagnir lofsamlegar. „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ Einungis voru nefnd tvö atriði sem töldust líklega ekki styrkleikar hjá Svanhildi „og er annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu en án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“ Tengd skjöl Greinargerð_og_umsögn_-_17-12-2023PDF6.6MBSækja skjal
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56