Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. desember 2023 20:01 Hilmar Freyr Gunnarsson ætlar að vera í Grindavík um jólin. Vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent