Innlent

Gular við­varanir á öllu vestan­verðu landinu á að­fanga­dag

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Búast má við hríðarveðri og stormi víðast hvar næsta sólarhringinn. Myndin er úr safni.
Búast má við hríðarveðri og stormi víðast hvar næsta sólarhringinn. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Gul viðvörun tekur gildi klukkan níu á Suðurlandi. Snjókoma og hugsanlegur skafrenningur geta leitt til erfiðra aksturskilyrða, sér í lagi undir Eyjafjöllum og á veginum við Reynisfjall. Á morgun, aðfangadag verða gular viðvaranir í gildi á öllu vestanverðu landinu.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að búast megi við austanátt og norðaustan átta til fimmtán metrum, en fimmtán til tuttugu syðst. Viðvörunin tekur sem fyrr segir gildi klukkan níu og gildir til klukkan eitt eftir miðnætti.

Gula viðvaranir verða í gildi á öllu vestanverðu landinu á morgun.

Um eða fljótlega eftir miðnætti tekur gildi gul viðvörun á Faxaflóa, í Breiðafirði og á Ströndum og Norðurlandi Vestra. 

Freyja væntanlegt til Ísafjarðar

Með kvöldinu má búast viðvaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun tekur gildi klukkan 23. Hún gildir í sólarhring samkvæmt gildandi veðurspá.

Töluverð hætta er metin á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum í dag.Á morgun, aðfangadag, er spáð norðan­stormi og hríðarveðri og bú­ast má við mikl­um skafrenn­ingi. Þá er mikil hætta talin á snjóflóðum. Varðskipið Freyja er væntanlegt til Ísafjarðar nú undir morgun þar sem það verður til taks næstu daga, meðal annars ef til þess kæmi að samgöngur rofni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×