Þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. desember 2023 12:38 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir grannt fylgst með vendingu mála á Reykjanesi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir foræstisráðherra segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu hafa rætt eldgosið á Reykjanesskaga á reglubundnum fundi sínum í ráðherrabústaðnum í morgun. Hún sé þess þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð í hávegum og enginn hafi verið í Grindavík þegar eldgos hófst. „Fyrst þykir mér mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt það hefur verið að beita hér varúðarsjónarmiðum, öryggissjónarmiðjum. Rýmingin stendur enn, ég þakkaði fyrir það í gærkvöldi þegar ég fekk þessar fréttir því þetta var mjög stuttur aðdragandi að mjög stóru gosi,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin fylgist grannt með, enda er sprungan mjög nálægt byggðinni í Grindavík. „Enn sem komið er virðist hraunstreymið vera í þá átt að það ógni ekki innviðum í bráð. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að hafa þetta öfluga vísindafólk og viðbragðsaðila sem hafa verið vakin og sofin yfir þessari stöðu síðan í lok október.“ Fylgst grannt með innviðum Augun séu annars vegar á Grindavíkurbæ og hins vegar orkuverinu í Svartsengi. „Varnargarðurinn, sem ráðist var í, hann er á lokametrunum við Svartsengi. Það liggur fyrir tillaga eða hugmynd að varnargarði í Grindavík en það er ekki talið tímabært að ráðast í slíka framkvæmd. Við áttum fund um þetta í morgun með Veðurstofu, lögreglustjóra og almannavörnum. Það liggur fyrir að til eru hugmyndir um hvernig er hægt að ráðast í það en við erum bara að meta stöðuna áfram,“ segir Katrín. Þá sé verið að vakta Grindavíkurveg sérstaklega núna, enda yrði mikill skaði flæddi hraun yfir vegi. „Eins og við þekkjum þá geta náttúruöflin verið ansi ófyrirsjáanleg þrátt fyrir alla okkar vöktun og rannsóknir. Nú erum við að horfa á þetta út frá þeim líkönum sem vísindafólkið okkar hefur þróað til að spá fyrir um hraunrennslið. En á sama tíma og hraun rennur breytist landslag þannig að við verðum að fylgjast með nánast klukkustund frá klukkustund.“ Íbúðarmálin áfram stórt úrlausnarefni Eins og fjallað hefur verið um hafa Grindvíkingar verið mjög óþreyjufullir að komast aftur heim eftir að bærinn var rýmdur 10. október síðastliðinn. Katrín segir óvissuna eiginlega hafa verið versta. „Ég hef fundið það í samskiptum mínum við Grindvíkinga, sem hafa verið mikil allt frá rýmingu, að óvissan er erfið. Það var tekin stór ákvörðun um rýmingu, eðlilega var farinn að myndast þrýstingur um það að komast til baka fyrir jólin. En ég fylltist ákveðnu þakklæti í gærkvöldi þegar þessar fréttir bárust að varúðarsjónarmiðin hafi verið höfð að leiðarljósi. Auðvitað skildi ég mætavel óþreyjuna eftir að snúa heim en um leið var ég þakklát að varúðarsjónarmiðin voru höfð að leiðarljósi,“ segir Katrín. Eru einhverjar sérstakar ráðstafanir sem stjórnvöld þurfa að grípa til núna vegna þessa goss? „Við vorum auðvitað búin að grípa til ákveðinna ráðstafana hvað varðar bæði húsnæðisstuðning og launagreiðslur til Grindvíkinga vel fram yfir áramót. Það er mjög gott að þau mál séu öll komin í höfn. Það er verið að vinna áfram að öflun íbúðarhúsnæðis. Það er risastórt úrlausnarefni áfram fyrir stjórnvöld því þó að við höfum gengið þannig frá málum að nú eru heimildir til staðar til að festa kaup á íbúðum þá er þetta áfram vandi. Hafi fólk hugsað sér að hann væri að fara að leysast því það fengi að snúa heim þá liggur fyrir að svo sé ekki.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 19. desember 2023 11:36 Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun. 19. desember 2023 10:43 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Fyrst þykir mér mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt það hefur verið að beita hér varúðarsjónarmiðum, öryggissjónarmiðjum. Rýmingin stendur enn, ég þakkaði fyrir það í gærkvöldi þegar ég fekk þessar fréttir því þetta var mjög stuttur aðdragandi að mjög stóru gosi,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin fylgist grannt með, enda er sprungan mjög nálægt byggðinni í Grindavík. „Enn sem komið er virðist hraunstreymið vera í þá átt að það ógni ekki innviðum í bráð. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að hafa þetta öfluga vísindafólk og viðbragðsaðila sem hafa verið vakin og sofin yfir þessari stöðu síðan í lok október.“ Fylgst grannt með innviðum Augun séu annars vegar á Grindavíkurbæ og hins vegar orkuverinu í Svartsengi. „Varnargarðurinn, sem ráðist var í, hann er á lokametrunum við Svartsengi. Það liggur fyrir tillaga eða hugmynd að varnargarði í Grindavík en það er ekki talið tímabært að ráðast í slíka framkvæmd. Við áttum fund um þetta í morgun með Veðurstofu, lögreglustjóra og almannavörnum. Það liggur fyrir að til eru hugmyndir um hvernig er hægt að ráðast í það en við erum bara að meta stöðuna áfram,“ segir Katrín. Þá sé verið að vakta Grindavíkurveg sérstaklega núna, enda yrði mikill skaði flæddi hraun yfir vegi. „Eins og við þekkjum þá geta náttúruöflin verið ansi ófyrirsjáanleg þrátt fyrir alla okkar vöktun og rannsóknir. Nú erum við að horfa á þetta út frá þeim líkönum sem vísindafólkið okkar hefur þróað til að spá fyrir um hraunrennslið. En á sama tíma og hraun rennur breytist landslag þannig að við verðum að fylgjast með nánast klukkustund frá klukkustund.“ Íbúðarmálin áfram stórt úrlausnarefni Eins og fjallað hefur verið um hafa Grindvíkingar verið mjög óþreyjufullir að komast aftur heim eftir að bærinn var rýmdur 10. október síðastliðinn. Katrín segir óvissuna eiginlega hafa verið versta. „Ég hef fundið það í samskiptum mínum við Grindvíkinga, sem hafa verið mikil allt frá rýmingu, að óvissan er erfið. Það var tekin stór ákvörðun um rýmingu, eðlilega var farinn að myndast þrýstingur um það að komast til baka fyrir jólin. En ég fylltist ákveðnu þakklæti í gærkvöldi þegar þessar fréttir bárust að varúðarsjónarmiðin hafi verið höfð að leiðarljósi. Auðvitað skildi ég mætavel óþreyjuna eftir að snúa heim en um leið var ég þakklát að varúðarsjónarmiðin voru höfð að leiðarljósi,“ segir Katrín. Eru einhverjar sérstakar ráðstafanir sem stjórnvöld þurfa að grípa til núna vegna þessa goss? „Við vorum auðvitað búin að grípa til ákveðinna ráðstafana hvað varðar bæði húsnæðisstuðning og launagreiðslur til Grindvíkinga vel fram yfir áramót. Það er mjög gott að þau mál séu öll komin í höfn. Það er verið að vinna áfram að öflun íbúðarhúsnæðis. Það er risastórt úrlausnarefni áfram fyrir stjórnvöld því þó að við höfum gengið þannig frá málum að nú eru heimildir til staðar til að festa kaup á íbúðum þá er þetta áfram vandi. Hafi fólk hugsað sér að hann væri að fara að leysast því það fengi að snúa heim þá liggur fyrir að svo sé ekki.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 19. desember 2023 11:36 Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun. 19. desember 2023 10:43 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 19. desember 2023 11:36
Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun. 19. desember 2023 10:43
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27