Flugumferðarstjórar fresta verkfallsaðgerðum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 23:22 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra, segir ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða hafa verið tekna um leið og fréttist af gosinu. Vísir Félag flugumferðarstjóra hefur ákveðið að hætta við verkfallsaðgerðir næstkomandi miðvikudag í ljósi tíðinda af eldgosinu. Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Play Eldgos á Reykjanesskaga Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25