Innlent

Vaktin: Eld­gos hafið á Reykja­nes­skaga

Margrét Björk Jónsdóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Eldgosið er nærri Helgafelli.
Eldgosið er nærri Helgafelli. vísir/vilhelm

Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld.

  • Undanfari eldgoss var skjálftahrina við Sundhnjúkagíga sem hófst skyndilega í kvöld klukkan 21:00.
  • Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarástandi. Almenningur hefur verið beðinn um að stöðva ekki bíla sína á Reykjanesbraut.
  • Grindavíkursvæðið hefur verið rýmt.
  • Á öðrum tímanum var var áætluð lengd sprungunnar meira en fjórir kílómetrar. Til samanburðar var lengd sprungunnar í eldgosinu við Litla-Hrút í júlí um 800 til 900 metrar.
  • Áætlað hraunflæði í eldgosinu er um 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu sem er margfalt meira en í fyrri gosum á Reykjanesskaga síðustu ár.

Nánar í vaktinni hér að neðan. Ráð er að endurhlaða síðuna ef vaktin birtist ekki. Þá má sjá beina útsendingu í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×