Mikil óánægja á skrifstofu Sameykis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2023 09:24 Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB. Vísir/Ívar Óánægju hefur gætt meðal starfsmanna stéttarfélagsins Sameykis, meðal annars með framgöngu formannsins Þórarins Eyfjörð. Þetta herma heimildir fréttastofu en viðmælendum ber ekki saman um andrúmsloftið á skrifstofunni nú né í hvaða farveg mál hafa verið sett. Fréttastofu barst ábending þess efnis að sálfræðistofan Líf og Sál hefði verið fengin til að gera úttekt á vinnustaðamenningunni hjá Sameyki og fékk staðfest hjá stjórnarmeðlim að skýrsla um ástandið lægi fyrir og að efni hennar hefði verið kynnt bæði starfsmönnum og stjórn. Stjórnarmeðlimir og starfsmenn Sameykis sem fréttastofa ræddi við vildu hins vegar ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og bentu á Þórarin. Að sögn Þórarins kom óánægjan í ljós þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir í febrúar eða mars á þessu ári en Sameyki hefur haft frumkvæði að umræddri könnun og taka starfsmenn skristofunnar jafnan þátt. Í ljós hafi komið að lækkun hafði orðið á nokkrum matsþáttum, meðal annars hvað varðaði vinnustaðarmenninguna, stjórnun og fleira, að sögn Þórarins. „Þegar það kom í ljós að það hafði orðið lækkun þarna þá fórum við strax og óskuðum eftir frekari, dýpri greiningu. Af því að varðandi mannauðsmálin þá er það okkar ásetningur og markmið að hafa þau í lagi,“ segir Þórarinn. Hann segir í kjölfarið hafi verið ráðist í umbótavinnu og -verkefni. Aðspurður um skýrslu Lífs og Sálar segir Þórarinn ekki rétt að eitthvað eitt plagg hafi legið fyrir um stöðuna á vinnustaðnum, heldur hafi ráðgjafar verið leitað víða. Þá hafi stjórn, starfsmenn og stjórnendur verið mjög samstíga í að vinna saman að því að bæta úr málum. „Í svona greiningarvinnu þá kemur auðvitað fjölmargt fram sem eftir atvikum getur varðað stjórn og stjórnendur og allmarga þætti sem snúa að daglegu starfi og fyrirkomulagi,“ segir Þórarinn. Verkefnum hafi fjölgað og álag aukist verulega. „Af og frá“ að hann íhugi að segja af sér Spurður að því hvort það sé rétt að óánægjan hafi snúist að framgöngu hans á vinnustaðnum segir Þórarinn: „Við erum fjögur sem erum í frontinum og ég á örugglega þátt í því að koma með álag inn á vinnustaðinn þegar mikið er.. pressa í kringum mig. Ég get alveg sagt það, ég er ekkert feiminn við það.“ Þórarinn ítrekar hins vegar að unnið sé í umbótaverkefnum sem eigi að koma vinnustaðnum til góða. Hefur hann íhugað að segja af sér? „Nei, af og frá. Mitt aðalhlutverk sem formaður er að vinna að öllum krafti að bættum kjörum og réttindum félagsmanna. Það er mitt hlutverk og til þess hef ég verið kjörinn og mun auðvitað halda því áfram.“ Þórarinn segist hins vegar munu gæta þess vel að þau átök smitist ekki inn á vinnustaðinn. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að boðað hafi verið til fundar í síðustu viku án formanns. Þetta staðfestir Þórarinn en segir að um hafi verið að ræða fund stjórnar með starfsmönnum, þar sem sátt var um að stjórnendur kæmu ekki að málum. „Það er mjög einlægur vilji allra, eins og hann birtist, bæði starfsmanna, minn, stjórnenda og stjórnar félagsins að ganga mjög þétt saman í þessum verkefnum,“ segir Þórarinn. Það sé enda tilgangur könnunar á borð við Stofnun ársins. „Sú könnun er verkfæri til að gera betur. Og við tökum þeim verkefnum alvarlega sem koma fram í könnunum hjá okkur.“ Hvorki náðist í varaformann Sameykis né skrifstofustjóra í gær. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fréttastofu barst ábending þess efnis að sálfræðistofan Líf og Sál hefði verið fengin til að gera úttekt á vinnustaðamenningunni hjá Sameyki og fékk staðfest hjá stjórnarmeðlim að skýrsla um ástandið lægi fyrir og að efni hennar hefði verið kynnt bæði starfsmönnum og stjórn. Stjórnarmeðlimir og starfsmenn Sameykis sem fréttastofa ræddi við vildu hins vegar ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og bentu á Þórarin. Að sögn Þórarins kom óánægjan í ljós þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir í febrúar eða mars á þessu ári en Sameyki hefur haft frumkvæði að umræddri könnun og taka starfsmenn skristofunnar jafnan þátt. Í ljós hafi komið að lækkun hafði orðið á nokkrum matsþáttum, meðal annars hvað varðaði vinnustaðarmenninguna, stjórnun og fleira, að sögn Þórarins. „Þegar það kom í ljós að það hafði orðið lækkun þarna þá fórum við strax og óskuðum eftir frekari, dýpri greiningu. Af því að varðandi mannauðsmálin þá er það okkar ásetningur og markmið að hafa þau í lagi,“ segir Þórarinn. Hann segir í kjölfarið hafi verið ráðist í umbótavinnu og -verkefni. Aðspurður um skýrslu Lífs og Sálar segir Þórarinn ekki rétt að eitthvað eitt plagg hafi legið fyrir um stöðuna á vinnustaðnum, heldur hafi ráðgjafar verið leitað víða. Þá hafi stjórn, starfsmenn og stjórnendur verið mjög samstíga í að vinna saman að því að bæta úr málum. „Í svona greiningarvinnu þá kemur auðvitað fjölmargt fram sem eftir atvikum getur varðað stjórn og stjórnendur og allmarga þætti sem snúa að daglegu starfi og fyrirkomulagi,“ segir Þórarinn. Verkefnum hafi fjölgað og álag aukist verulega. „Af og frá“ að hann íhugi að segja af sér Spurður að því hvort það sé rétt að óánægjan hafi snúist að framgöngu hans á vinnustaðnum segir Þórarinn: „Við erum fjögur sem erum í frontinum og ég á örugglega þátt í því að koma með álag inn á vinnustaðinn þegar mikið er.. pressa í kringum mig. Ég get alveg sagt það, ég er ekkert feiminn við það.“ Þórarinn ítrekar hins vegar að unnið sé í umbótaverkefnum sem eigi að koma vinnustaðnum til góða. Hefur hann íhugað að segja af sér? „Nei, af og frá. Mitt aðalhlutverk sem formaður er að vinna að öllum krafti að bættum kjörum og réttindum félagsmanna. Það er mitt hlutverk og til þess hef ég verið kjörinn og mun auðvitað halda því áfram.“ Þórarinn segist hins vegar munu gæta þess vel að þau átök smitist ekki inn á vinnustaðinn. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að boðað hafi verið til fundar í síðustu viku án formanns. Þetta staðfestir Þórarinn en segir að um hafi verið að ræða fund stjórnar með starfsmönnum, þar sem sátt var um að stjórnendur kæmu ekki að málum. „Það er mjög einlægur vilji allra, eins og hann birtist, bæði starfsmanna, minn, stjórnenda og stjórnar félagsins að ganga mjög þétt saman í þessum verkefnum,“ segir Þórarinn. Það sé enda tilgangur könnunar á borð við Stofnun ársins. „Sú könnun er verkfæri til að gera betur. Og við tökum þeim verkefnum alvarlega sem koma fram í könnunum hjá okkur.“ Hvorki náðist í varaformann Sameykis né skrifstofustjóra í gær.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira