Braut fartölvu með spýtu úr brotnum barnastól Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2023 12:12 Maðurinn braut barnastól og kastaði spýtu úr honum í glugga sem varð til þess að fartölva brotnaði. Myndin er úr safni. Getty Karlmaður hefur hlotið níutíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás og eignaspjöll sem áttu sér stað í Reykjavík á þessu ári. Manninum var annars vegar gefið að sök að veitast að öðrum manni með ofbeldi, með því að slá hann ítrekað í andlit og líkama, hent í hann ýmsum munum og hrækt á hann. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka víðs vegar um líkamann. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að brjóta barnastól og nota spýtu úr honum til að brjóta fartölvu og sjónvarpsfjarstýringu með því að henda henni í glugga sem varð til þess að munirnir skemmdust. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu og boðaði ekki forföll, en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Þar af leiðandi mat dómurinn svo að háttsemin sem honum var gefið að sök væri sönnuð. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi nokkrum sinnum verið sakfelldur fyrir ýmis brot, síðast í lok október á þessu ári. Þá hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundin dóm fyrir auðgunarbrot og brot gegn fíkniefnalögum. Brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir var framið áður en hann var sakfelldur fyrir hin brotin og því var honum ekki dæmdur hegningarauki. Brotaþoli árásar mannsins krafðist 250 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur vísaði kröfu hans frá því hún var ekki í samræmi við sundurliðun í bótakröfu hans., en þar sagði að tjón á umræddum munum væri tæplega 213 þúsund krónur. Manninum var þó gert að greiða 15 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Manninum var annars vegar gefið að sök að veitast að öðrum manni með ofbeldi, með því að slá hann ítrekað í andlit og líkama, hent í hann ýmsum munum og hrækt á hann. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka víðs vegar um líkamann. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að brjóta barnastól og nota spýtu úr honum til að brjóta fartölvu og sjónvarpsfjarstýringu með því að henda henni í glugga sem varð til þess að munirnir skemmdust. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu og boðaði ekki forföll, en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Þar af leiðandi mat dómurinn svo að háttsemin sem honum var gefið að sök væri sönnuð. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi nokkrum sinnum verið sakfelldur fyrir ýmis brot, síðast í lok október á þessu ári. Þá hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundin dóm fyrir auðgunarbrot og brot gegn fíkniefnalögum. Brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir var framið áður en hann var sakfelldur fyrir hin brotin og því var honum ekki dæmdur hegningarauki. Brotaþoli árásar mannsins krafðist 250 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur vísaði kröfu hans frá því hún var ekki í samræmi við sundurliðun í bótakröfu hans., en þar sagði að tjón á umræddum munum væri tæplega 213 þúsund krónur. Manninum var þó gert að greiða 15 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira