Lífið

Logi Berg­mann í bana­stuði á sveittum tón­leikum Auðuns

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stemmningin var mikil á tónleikunum og símarnir á lofti enda langt frá því að Auðunn Lúthersson tróð upp hér á landi.
Stemmningin var mikil á tónleikunum og símarnir á lofti enda langt frá því að Auðunn Lúthersson tróð upp hér á landi.

Auðunn Lúthersson er mættur til landsins og tróð upp fyrir fullu húsi í Iðnó á laugardagskvöldið. Fremstur í flokki tónleikagesta var sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann sem skemmti sér konunglega.

Mikil stemmning var á meðal tónleikagesta á meðan Auðunn fór á kostum á sviðinu. Logi sveiflaði sér í góðum takti á gólfinu eins og aðrir gestir en stuðið var mikið. Sviðinu í Iðnó var aðeins breytt og stækkað til hliðar sem Auðunn nýtti sér í lifandi sviðsframkomu. Svitinn var mikill á dansgólfinu og vonandi að einhverjir hafi hreinilega náð að svitna af sér jólastressið.

„Ógleymanlegt. Takk x 1000,“ skrifar Auðunn í story á Instagram eftir tónleikana.

Auðunn tók alla sína frægustu slagara eins og Freðinn, Enginn eins og þú og líka nýrri lög sem hann hefur samið í Los Angeles þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin misseri. Logi hefur sömuleiðis verið nokkuð utan sviðsljóssins hér á landi eftir langan feril í fjölmiðlum. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í Bandaríkjunum fann Auðunn einmitt ástina og er kærastan hans Cassandra með honum hér á landi og eflaust verið stolt af sínum manni um helgina. Auðunn stefnir á að sýna sinni heittelskuðu hvað Ísland hefur upp á að bjóða í kringum jól og áramót. Má telja líklegt að parið skelli sér í Sundhöllina en Auðunn er mikill áhugamaður um sund eins og systir hans, sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Auðunn gaf á dögunum út lagið Í hjartanu yfir harið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála á Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra.

„Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ sagði Auðunn við Vísi á dögunum.


Tengdar fréttir

„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“

Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum.

Logi Bergmann aftur á skjánum

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×