Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:53 Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með þeim breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra í vikunni. Vísir/Vilhelm Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni. Play Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Í tilkynningu frá Play eru farþegar hvattir til að fylgjast vel með breytingum sem gætu orðið á flugferðum þeirra meðan á verkfallshrinu vegna kjaradeilna flugumferðarstjóra og sáttasemjara stendur. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað frekari verkfallsaðgerðir á mánudag og miðvikudag. Aðgerðirnar munu standa yfir í sex klukkustundir, frá klukkan fjögur aðfaranætur mánudags og miðvikudags til klukkan tíu. Langflestar komur og brottfarir Play eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir, samkvæmt tilkynningu frá Play. Ferðum seinkað um sex tíma Fram kemur að Play þurfi þess vegna að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex klukkustundir eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis muni brottfarir til borgaráfangastaða Play í Evrópu, sem tengjast við Ameríkuflugin, seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu Play á fimmtudag gætu því orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við. Þá segir að búist sé við að eftirmiðdagsbrottfarir til sólarlandaáfangastaða í leiðakerfi félagsins muni vera á áætlun, en þó sé farþegum bent á að minniháttar seinkanir gætu orðið á brottförum á þeim ferðum sökum þeirra áhrifa sem verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa í næstu viku. Flugfélagið vinnur nú að því að koma skilaboðum á farþega sína vegna breytinganna og munu þau berast í dag og á morgun. Birgir Jónsson forstjóri Play ræddi verkfallsaðgerðirnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Þar taldi hann að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna, sem hefur valdið töluverðri röskun og tjóni.
Play Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira