Enn langt í milli Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. desember 2023 18:41 Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu halda áfram samningum fyrir hönd félaganna sem þau eru í forsvari fyrir. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira