Innlent

Bana­slys á Vestur­lands­vegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á fjórða tímanum í gær.
Slysið varð á fjórða tímanum í gær.

Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Þar segir að um hafi verið að ræða harðan árekstur milli tveggja bíla sem þrír einstaklingar voru í. 

Í öðrum bílnum var ökumaður einn á ferð en í hinni bifreiðinni voru tveir um borð. Ökumaðurinn sem var einn á ferð lést. 

Ökumaður og farþegi úr hinni bifreiðinni voru flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Miklar tafir urðu á umferð um Vesturlandsveg í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru lögreglumenn og starfsmenn rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvangi fram á kvöld.


Tengdar fréttir

Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys

Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×