Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:18 Hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira