Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 15:51 Sakborningar huldu höfuð sín við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira