Innlent

Fundi flug­um­ferðar­stjóra og SA frestað til morguns

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Flugumferðastjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.
Flugumferðastjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu. Vísir/Sigurjón

Fundi Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sem semja fyr­ir hönd Isa­via, í Karp­hús­inu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun.

Deiluaðilar funduðu frá klukkan 14 í dag en hafa greinilega ekki komist niðurstöðu. 

Það þýðir að sex tíma vinnustöðvun flugumferðarstjóra fer fram frá fjögur í nótt til tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega og tugi flugferða til og frá Íslandi.


Tengdar fréttir

Verk­falls­að­gerðir raski plönum mörg þúsund far­þega

Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×