Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar. Vísir

Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna.

Flugumferð raskast að óbreyttu á morgun vegna verkfalls og við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Umhverfissinnar telja að lokasamþykkt COP28 loftslagsþingsins þurfi að vera afdráttarlausari en drögin bera með sér. Við ræðum við formann Ungra umhverfissinna í beinni en hann er staddur þinginu í Dúbaí.

Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Við heyrum í samskiptastjóra Sorpu sem segir slíkar uppákomur jafnvel hafa endað með átökum.

Þá spyrjum við landsmenn um álit þeirra á þátttöku Ísraela í Eurovision og hittum stelpu sem fer daglega út að hlaupa með hrútinn sinn.

Í Íslandi í dag skoðum við einfaldar, ódýrar og skemmtilegar leiðir til þess að eiga jólastundir með börnunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×