Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:46 Sara Dögg er ein þeirra sem mun taka til máls á opnum fundi Viðreisnar um menntamál í kvöld. Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. Viðreisn hefur blásið til opins fundar um niðurstöður PISA könnunarinnar og framtíðar skólamála. Fundurinn fer fram á skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut og hefst klukkan átta í kvöld. Ein þeirra sem heldur erindi á fundinum er Sara dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, sem var skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar í átta ár. „Auðvitað eru þessar niðurstöður sláandi en það sem mér þykir kannski einna mikilvægast að sé gert að horfa til þess hvernig menntamálayfirvöld hafa tekið þessi verkefni áfram sem hafa verið alveg gríðarlega stór og víðfeðm; ákvarðanir sem hafa verið teknar á undanförnum árum og verið þess eðlis að sveitarfélögunum hefur þá verið falið að framkvæma.“ Verkefnin séu ótalmörg en nokkur þeirra séu gríðarlega stór og mikil umfangs. „Skóli án aðgreiningar, ný námskrá 2011 sem var gríðarlega stór og mikil, það er síðan börn af erlendum uppruna sem bara fjölgar og fjölgar og síðan börn á flótta og þetta er allt svo stór verkefni sem grunnskólarnir fá bara í fangið án nokkurs stuðnings svo heitið geti til þess að koma upp sterkum innviðum inn í kerfið, til þess að mæta öllu þessu, því þetta eru engin smá mál.“ Sara segir stjórnvöldum ekki hafa tekist nægilega vel til að innleiða þessar stóru breytingar sem þau hafi hrundið af stað. Úttekt, til að mynda um innleiðingu skóla án aðgreiningar sýni það mætavel. „Hún kom gríðarlega illa út og staðfesti að sú innleiðing hefur ekki gengið upp og svo eftir það fáum við nýja námskrá 2011 sem var gríðarlega víðfeðm og stór og mikil námskrá sem grunnskólanum var falið að koma til framkvæmdar án nokkurs stuðnings eða fræðslu eða fjármagns til að fylgja því eftir þannig að vel mætti vera.“ Verkefnin fram undan séu þá ekki af minni gerðinni. „Þau eru gríðarlega stór og mikilvæg. Hægt er að nefna börn á flótta sem er risastórt verkefni sem kemur inn á borð sveitarfélaganna og grunnskólanna og til að byrja með var ekki einu sinni haft orð á því að það þyrfti mögulega að bæta við mannskap eða fá inn fleira fagfólk til að koma að þeim undirbúningi. Það segir sig sjálft að grunnskólakennararnir einir og sér geta ekki haldið utan um þessi verkefni og leitt þau áfram inni í skólunum. Það verður fleira að koma til og fleira fagfólk inn í kerfið.“ Stjórnvöld þurfi að styðja miklu betur við kennarastéttina. „Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki að setja fjármagn í að styðja við endurmenntun kennara til að koma betur til móts við börn af erlendum uppruna, fátækt í tungumálagetu og fleira? Við vitum að grunnskólakennarar hafa mjög misjafna menntun í læsismálum og það eru fjölmörg tækifæri til að taka á því og styðja kennara til að afla sér frekari þekkingar, afla sér færni, til að leysa úr læsi vanda barna þegar þau koma upp og ég þekki það bara sjálf sem fyrrverandi skólastjóri, það er heilmikið mál sérstaklega fyrir nýútskrifaða kennara að takast á við slík verkefni. Við verðum að fara að viðurkenna það og styðja betur við kennarastéttina sjálfa sem er öll að gera það besta sem hún getur gert hverju sinni.“ PISA-könnun Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Viðreisn Grunnskólar Tengdar fréttir Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10. desember 2023 12:31 Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20 PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 7. desember 2023 13:32 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Viðreisn hefur blásið til opins fundar um niðurstöður PISA könnunarinnar og framtíðar skólamála. Fundurinn fer fram á skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut og hefst klukkan átta í kvöld. Ein þeirra sem heldur erindi á fundinum er Sara dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, sem var skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar í átta ár. „Auðvitað eru þessar niðurstöður sláandi en það sem mér þykir kannski einna mikilvægast að sé gert að horfa til þess hvernig menntamálayfirvöld hafa tekið þessi verkefni áfram sem hafa verið alveg gríðarlega stór og víðfeðm; ákvarðanir sem hafa verið teknar á undanförnum árum og verið þess eðlis að sveitarfélögunum hefur þá verið falið að framkvæma.“ Verkefnin séu ótalmörg en nokkur þeirra séu gríðarlega stór og mikil umfangs. „Skóli án aðgreiningar, ný námskrá 2011 sem var gríðarlega stór og mikil, það er síðan börn af erlendum uppruna sem bara fjölgar og fjölgar og síðan börn á flótta og þetta er allt svo stór verkefni sem grunnskólarnir fá bara í fangið án nokkurs stuðnings svo heitið geti til þess að koma upp sterkum innviðum inn í kerfið, til þess að mæta öllu þessu, því þetta eru engin smá mál.“ Sara segir stjórnvöldum ekki hafa tekist nægilega vel til að innleiða þessar stóru breytingar sem þau hafi hrundið af stað. Úttekt, til að mynda um innleiðingu skóla án aðgreiningar sýni það mætavel. „Hún kom gríðarlega illa út og staðfesti að sú innleiðing hefur ekki gengið upp og svo eftir það fáum við nýja námskrá 2011 sem var gríðarlega víðfeðm og stór og mikil námskrá sem grunnskólanum var falið að koma til framkvæmdar án nokkurs stuðnings eða fræðslu eða fjármagns til að fylgja því eftir þannig að vel mætti vera.“ Verkefnin fram undan séu þá ekki af minni gerðinni. „Þau eru gríðarlega stór og mikilvæg. Hægt er að nefna börn á flótta sem er risastórt verkefni sem kemur inn á borð sveitarfélaganna og grunnskólanna og til að byrja með var ekki einu sinni haft orð á því að það þyrfti mögulega að bæta við mannskap eða fá inn fleira fagfólk til að koma að þeim undirbúningi. Það segir sig sjálft að grunnskólakennararnir einir og sér geta ekki haldið utan um þessi verkefni og leitt þau áfram inni í skólunum. Það verður fleira að koma til og fleira fagfólk inn í kerfið.“ Stjórnvöld þurfi að styðja miklu betur við kennarastéttina. „Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki að setja fjármagn í að styðja við endurmenntun kennara til að koma betur til móts við börn af erlendum uppruna, fátækt í tungumálagetu og fleira? Við vitum að grunnskólakennarar hafa mjög misjafna menntun í læsismálum og það eru fjölmörg tækifæri til að taka á því og styðja kennara til að afla sér frekari þekkingar, afla sér færni, til að leysa úr læsi vanda barna þegar þau koma upp og ég þekki það bara sjálf sem fyrrverandi skólastjóri, það er heilmikið mál sérstaklega fyrir nýútskrifaða kennara að takast á við slík verkefni. Við verðum að fara að viðurkenna það og styðja betur við kennarastéttina sjálfa sem er öll að gera það besta sem hún getur gert hverju sinni.“
PISA-könnun Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Viðreisn Grunnskólar Tengdar fréttir Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10. desember 2023 12:31 Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20 PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 7. desember 2023 13:32 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10. desember 2023 12:31
Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20
PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 7. desember 2023 13:32