Lífið

Systir Honey Boo Boo er látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Anna Cardwell var 29 ára gömul þegar hún lést.
Anna Cardwell var 29 ára gömul þegar hún lést.

Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“.

Cardwell greindist með nýrnahettukrabbamein á fjórða stigi í janúar á þessu ári og lést í gær. Móðir hennar, Mama June, greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 

„Hún barðist hetjulega í tíu mánuði og lést umkringd fjölskyldu sinni,“ skrifaði June. 

Fjölskyldan varð heimsfræg árið 2011 þegar hún birtist í sjónvarpsþáttunum Toddlers & Tiaras á TLC-sjónvarpsstöðinni. Þar tók yngsta dóttirin, Honey Boo Boo, þátt í fegurðarsamkeppnum en hún var einungis sex ára gömul þá.

Hún vakti mikla athygli í þáttunum og urðu mæðgurnar fastagestir þar. Þær voru afar umdeildar, meðal annars vegna þess að June gaf dóttur sinni blöndu af gos- og orkudrykkjum til þess að halda henni gangandi þegar hún keppti í fegurðarsamkeppnum. Blönduna kallaði hún „Go-go juice“ eða „Áfram, áfram-safa“.

Vinsældir þeirra í þáttunum voru það miklar að fjölskyldan fékk sinn eigin sjónvarpsþátt árið 2012, Here Comes Honey Boo Boo. Þar fóru allir fjölskyldumeðlimirnir með stórt hlutverk, 

Gerðar voru fjórar þáttaraðir áður en þátturinn var tekinn af dagskrá þegar í ljós kom að June væri í sambandi með dæmdum kynferðisafbrotamanni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×