Innlent

Nýtt snjó­fram­leiðslu­kerfi og tvær nýjar stóla­lyftur í Blá­fjöllum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nýja snjóframleiðslukerfið á vinstri hönd og kátt skíðafólk á leið í lyfturnar í Bláfjöllum á hægri hönd.
Nýja snjóframleiðslukerfið á vinstri hönd og kátt skíðafólk á leið í lyfturnar í Bláfjöllum á hægri hönd. Bláfjöll

Formleg vígsla á fyrsta áfanga snjóframleiðslukerfis og tveimur nýjum stólalyftum í Bláfjöllum fór fram í gær.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Skíðasvæðanna Bláfjalla og Skálafells.

Þar segir að þessi áfangi sé „tvímælalaust stærsti áfangi í uppbyggingarsögu skíðasvæðisins í Bláfjöllum“ og eigi eftir að breyta miklu „varðandi rekstur og upplifun gesta“. Hér má sjá myndband af snjóframleiðslukerfinu á fullu:

Enn fremur segir að með snjóframleiðslunni megi gera ráð fyrir að líkur á að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum fyrir jól hafi aukist verulega og að áhrif hlákutíma á vetri verði minni en áður. Sömuleiðis muni raðir í stólalyftur sennilega heyra sögunni til með nýju lyftunum tveimur.

Fulltrúar frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu voru viðstaddir vígsluna og klipptu saman á borða að stólalyftunum.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness; Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar; Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, voru viðstödd vígsluna.Bláfjöll


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×