Leikarinn Ryan O'Neal látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 22:21 Ryan O'Neal lést í dag 82 ára að aldri eftir áralöng veikindi. Getty Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Fleiri fréttir Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Sjá meira
Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Fleiri fréttir Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Sjá meira