Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 21:01 Leigurogið var opnað klukkan tvö í dag. Vísir/Ívar Fannar Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“ Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46
Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44