Tveir í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils mansalsmáls Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 13:12 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. desember vegna gruns um umfangsmikla brotastarfsemi sem varðar mansal. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira