Tónlist

Lauf­ey tekur fram úr Björk

Samúel Karl Ólason skrifar
Laufey og Björk eru vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir á Instagram.
Laufey og Björk eru vinsælustu íslensku tónlistarmennirnir á Instagram. Vísir/Vilhelm/Getty

Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir.

Laufey hefur átt mjög gott ár en Bewitched, nýjasta plata hennar, sló met hjá Spotify þegar hún var gefin út.

Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 

Sjá einnig: Lauf­ey toppar Lady Gaga

Þá stefnir hún á umfangsmikið tónleikahald víða um heim á næsta ári.

Laufey spilaði nýverið í þættinum hjá Jimmy Kimmel.

Eins og áður segir er Laufey komin með yfir tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Björk er með 1,97 milljónir. Vinsælasti Íslendingurinn á Instagram er Hafþór Júlíus Björnsson, með 4,2 milljónir fylgjenda.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×