Íbúar mega vera til klukkan 17 og starfsmenn fyrirtækja til 21 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 09:16 Unnið að varnargörðum við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður áfram hleypt inn í Grindavík í dag, eins og verið hefur. Íbúar geta verið í bænum á milli klukkan 7 og 17 og atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir: „Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað þann 28. nóvember sl. að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ Átti það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir eru áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður fyrir almenna umferð. Opið verður fyrir íbúa frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Fyrirtæki geta hafið starfsemi kl. 7 en þurfa að hætta starfsemi kl. 21. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi en unnið er að því að koma þessum kerfum í lag. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík til kl. 21 daglega. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Það sama gildir fyrir fjölmiðlafólk. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Fyrri rýming er eftir kl. 17 og sú seinni eftir kl. 21.“ Almannavarnastig var fært niður á hættustig 23. nóvember en hættumatskort sem Veðurstofa gaf út 22. nóvember er enn í gildi. Landris er enn stöðugt við Svartsengi og allt svæðið vaktað. „Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi,“ er ítrekað í tilkynningu lögreglustjóra. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og nesti fyrir daginn. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila í Grindavík. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi ávallt tilmælum viðbragðsaðila. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir: „Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað þann 28. nóvember sl. að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ Átti það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir eru áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður fyrir almenna umferð. Opið verður fyrir íbúa frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Fyrirtæki geta hafið starfsemi kl. 7 en þurfa að hætta starfsemi kl. 21. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi en unnið er að því að koma þessum kerfum í lag. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík til kl. 21 daglega. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Það sama gildir fyrir fjölmiðlafólk. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Fyrri rýming er eftir kl. 17 og sú seinni eftir kl. 21.“ Almannavarnastig var fært niður á hættustig 23. nóvember en hættumatskort sem Veðurstofa gaf út 22. nóvember er enn í gildi. Landris er enn stöðugt við Svartsengi og allt svæðið vaktað. „Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi,“ er ítrekað í tilkynningu lögreglustjóra. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og nesti fyrir daginn. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila í Grindavík. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi ávallt tilmælum viðbragðsaðila.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira