Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 10:47 Útlendingastofnun hefur afgreitt frá upphafi árs tæplega 250 umsóknir frá Palestínumönnum. Vísir/Friðrik Þór Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07