Innlent

Fjórar á­rásir til rann­sóknar eftir nóttina

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þrjár af fjórum árásum eiga að hafa átt sér stað í miðbænum.
Þrjár af fjórum árásum eiga að hafa átt sér stað í miðbænum. Vísir/Arnar

Lögreglunni var tilkynnt um fjórar árásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt eftir því sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar af áttu þrjár þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur.

Einni líkamsárásinni er lýst sem alvarlegri, en tveir voru handteknir vegna hennar og voru báðir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Sú árás átti sér skömmu fyrir klukkan fjögur.

Aðrir tveir voru handteknir vegna líkamsárásar sem er sögð hafa átt sér stað um hálftólfleytið í gærkvöldi. Tveir eru grunaðir í því máli. Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás fyrir utan krá í miðbænum þegar klukkan var að ganga eitt. Að sögn lögreglu er það mál í rannsókn.

Fjórða árásin var tilkynnt frá lögreglustöð tvö, sem sinnir verkefnum í Garðabæ og Hafnarfirði. Í dagbókinni segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafi orðið fyrir árás. Því er haldið fram að málsatvik þess máls séu óljós, en að málið sé í rannsókn. Sú rannsókn er sögð hafa átt sér stað skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að mikill erill hafi verið hjá lögreglunni í nótt, og að 55 mál hafi verið skráð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×