Lífið

Hildur arki­tekt elskar glimmer

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem fólk fylgist með hennar störfum.
Hildur er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem fólk fylgist með hennar störfum.

Arkitektinn Hildur Gunnlaugsdóttir vinnur að mjög fjölbreyttum verkefnum bæði stórum sem smáum.

Húsum og innréttingum og ýmiss konar hönnun.

Hildur er einnig gríðarlega vinsæl samfélagsmiðlastjarna á Instagram með þúsundir fylgjenda.

Og Hildur er með skemmtilegan stíl þegar kemur að jóla og aðventuskreytingum því hún elskar glimmer og bleikt og það sést vel á fallegu heimili hennar og aðventustemningu sem Vala Matt fór og skoðaði fyrir Ísland í dag í gærkvöldi.

Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2 + og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Hildur arkitekt elskar glimmer

Fleiri fréttir

Sjá meira


×