Lífið

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Björnsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason eignuðust stúlku í vikunni.
Helga Björnsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason eignuðust stúlku í vikunni. Vísir/Samsett mynd

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Fyrir eiga hjónin tvö börn. Stúlku og dreng.

Kjartan og Helga giftu sig í Fríkirkjunni í Reykjavík í janúar 2018 eftir að hafa verið saman um árabil. Að athöfn lokinni var boðið til brúðkaupsveislu í Hörpu. Þar tók stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson lagið auk þess sem brúðguminn sjálfur þandi raddböndin fyrir gesti.

Kjartan Henry átti farsælan feril í boltanum. Alinn upp hjá KR og spilaði meðal annars með Celtic í atvinnumennskunni. Hann spilaði síðasta sumar með FH en framhaldið hjá honum er í óvissu. Hann átti þó verulega gott sumar og hefur enn mikið fram að færa á vellinum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×