Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 23:08 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi Verslunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref. Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent