Innlent

Keyrt á vara­afli í Grinda­vík í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdir við nýja mastrið standa nú yfir.
Framkvæmdir við nýja mastrið standa nú yfir. Landsnet

Varaaflsvélar Landsnets munu sjá Grindavík fyrir rafmagni í dag þar sem orkuverið í Svartsengi verður tekið út vegna framkvæmda við uppsetningu nýs masturs í Svartsengislínu við varnargarðana.

Búið er að koma varaaflsvélunum – sem bera nöfnin Grímsey, Hrísey og Brákey – fyrir á hafnarsvæðinu í Grindavík þar sem þær munu standa næstu daga. Samanlögð orka vélanna er um 3,5 MV.

Áður hafði verið greint frá því að aðgerðin hæfist klukkan átta í dag og að orkuverið yrði tekið út klukkan níu. Áætlað er að framkvæmdin taki um tólf klukkustundir, eða til klukkan 20 í kvöld.

Fyrirtækjum í bænum hafði verið upplýst um stöðuna og þá hafa íbúar sem verða á svæðinu verið hvattir til að reyna eftir fremsta megni að lágmarka orkunotkun á meðan þeir dvelja á svæðinu.

Varaaflsstöðvarnar Grímsey, Hrísey og Brákey eru nú á hafnarsvæðinu í Grindavík.Landsnet

Landsnet

Landsnet

Tengdar fréttir

Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum

Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun.

Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum

Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×