„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 28. nóvember 2023 20:18 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34
Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50