Segir aukna eftirspurn eftir fituflutningsaðgerðum í kinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 19:16 Þórdís segir ólíklegt að aðgerð sem gengur út á að fjarlægja fitu úr kinnum fari í tísku. Sýn Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira