Innlent

Rík á­stæða fyrir fólk að hringja fyrst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá bráðamótttökunni í Fossvogi.
Frá bráðamótttökunni í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu.

Um er að ræða fjórða skiptið á fimm vikum sem Landspítalinn sendir frá sér sambærilega tilkynningu á vef vegna álags á bráðamóttökunni. Þar hefur komið fram að forgangsraðað sé á bráðamóttöku eftir bráðleika.

„Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. Það er því rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað.“

Við aðstæður sem nú séu geti fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Ef því verður mögulega við komið er þess vegna æskilegt að reyna að leita annað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×