Lögreglu barst einnig tilkynning um slys í póstnúmerinu 110 en þar hafði kona dottið og fengið skurð í andlitið. Var hún flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Tilkynnt var um tvö umferðarslys þar sme minniháttar eignartjón varð en ekki slys á fólki. Þá voru tveir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn stöðvaður sem reyndist aldrei hafa fengið ökuréttindi.
Alls voru 46 mál bókuð í LÖKE í gærkvöldi og nótt en auk þess sem nefnt er hér að ofan sinnti lögregla nokkrum útköllum vegna veikinda og fólks í annarlegu ástandi.